Björgunarsveitin Gerpir, Norðfirði

Heimasíða Björgunarsveitarinnar Gerpis Norðfirði

Færslur: 2007 Nóvember

27.11.2007 11:31

Fundurinn í kvöld 27.11.2007 - Snjóflóð

Í kvöld förum við yfir aðgerðamál, hlutverk hvers og eins í útkalli. Það er um að gera að ræða þessi má meðan menn eru heitir frá útkallsæfingunni í síðustu viku.
Förum yfir snjóflóðamál, snjóflóðaýla og þau námskeið sem framundan eru.

Svo ætlum við að horfa á myndband um snjóflóðabjörgun, "Time is Life"

27.11.2007 11:26

Útkall F2 Gulur 22.11.2007

Vélarvana bátur í Viðfirði.
Harðbotnabáturinn Glæsir fór á staðinn og dró bátinn til Neskaupstaðar.

20.11.2007 17:03

ÆFING Í KVÖLD 20.11.2007

Í kvöld verður æfing uppá Skarði fyrir ALLA flokka og ALLA sem taka þátt í aðgerðum.
Við hvetjum fólk til að mæta vel búið, einnig þá sem verða í stjórnstöð
Um er að ræða verkefni í leit, skyndihjálp, sjúkraflutningum og fleira óvænt (best að segja ekki of mikið)
Sjáumst!

06.11.2007 21:47

Útkall; F2 Gulur Fokker með bilaðan hreyfil

Klukkan 21:05 þriðjudagskvöldið 6. nóvember fékk Gerpir útkall, Fokker flugvél var að koma inn til lendingar á Egilstaðaflugvelli á einum hreyfli. 5 mínútur voru í lendingu þegar SMS-ið barst. 14 manns voru strax mættir í hús. Glæsileg mæting og ber að hrósa mönnum fyrir þrátt fyrir að aldrei höfum við farið neitt í þetta skiptið. Þetta endaði vel og vélinn lenti heilu og höldnu stuttu síðar.

06.11.2007 15:26

Breyttur fundartími

Kosið var um breytingu á fundartíma í gærkvöldi og féllu atkvæði þannig:

Færa fundartíma yfir á þriðjudaga:    6
Halda óbreyttum fundartíma               4


Þetta þýðir að fundir verða á Þriðjudögum héðan í frá þangað til að annað kemur í ljós.

Þess má geta að næsta Þriðjudag verður bátadagur, og ætlum við að fara yfir leitartækni
á sjó. Hvetjum alla sem áhuga hafa að mæta.
                

01.11.2007 09:50

Mánudagar VS. Þriðjudagar


KOSTNING UM BREYTTANN FUNDARTÍMA VERÐUR NÆSTA MÁNUDAGSKVÖLD, 5 NOVEMBER.

Kosið verður um það hvort færa eigi vikulega mánudagsfundi yfir á þriðjudagskvöld.  Mætið og látið skoðun ykkar í ljós.

Kv. Stjórnin
  • 1

Dagatal

Sveitin

Nafn:

Björgunarsvetin Gerpir, Norðfirði

Heimilisfang:

Nesgata 4, 740 Norðfirði

Staðsetning:

Norðfjörður

Heimasími:

4771999

Kennitala:

5505790499

Bankanúmer:

1106-26-1499

Tenglar

Flettingar í dag: 8
Gestir í dag: 7
Flettingar í gær: 31
Gestir í gær: 15
Samtals flettingar: 641537
Samtals gestir: 114288
Tölur uppfærðar: 22.10.2017 04:26:16