Björgunarsveitin Gerpir, Norðfirði

Heimasíða Björgunarsveitarinnar Gerpis Norðfirði

Færslur: 2007 Október

22.10.2007 14:46

FUNDURINN Í KVÖLD 22.OKTÓBER

Á fundinum í kvöld verður kynning á landbjörgunarflokki og stefnumótun fyrir hann. Einnig verður farið yfir skipulag Almannavarna.
Við hvetjum alla til að mæta því að þetta varðar alla sem eru á útkallsskrá.

Helstu verkefni landbjörgunarflokks eru ma.:

  • Skyndihjálp
  • Fjallabjörgun
  • Snjóflóðaleit og björgun
  • Rústabjörgun
  • Leitartækni
  • og margt fleira

22.10.2007 14:43

Vel heppnuð jeppaferð

Á laugardaginn boðaði tækjaflokkur til jeppaferðar á hálendið og fámennur en sérstaklega góðmennur hópur þáði það boð þökkum. Ekið var yfir Þórudalsheiði, upp í Snæfellsskála, inn á Eyjabakkajökul, yfir Kárahnjúkastíflu, í Hafrahvamm, í Laugavelli, niður að Brú í Jökuldal, upp Hrafnkelsdal og aftur upp á Fljótsdalsheiði og sem leið liggur heim á leið (eftir malbikinu).
Var þetta hin besta og fróðlegasta skemmtun sem reyndi hæfilega á bíla og ökumenn sem stóðu sig með stakri prýði.

Komnar eru inn nokkrar myndir í nýtt albúm.


17.10.2007 21:13

Dagsferð Kárahnjúkar-Snæfell

Jæja nú er kominn tími til að leika sér. Farið verður í dagsferð uppá hálendið, keyrt verður yfir kárahnjúka stíflu og farið í Snæfell og nestið borðað þar og svæðið skoðað. Takið krakkana og konuna eða karlinn með. Kostar ekki krónu fyrir utan nestið þitt.
Farið verður af stað frá húsi kl 8 á laugardagsmorgun.
Skráning hér í álitum einnig má nálgast upplýsingar hjá Eiríki í 8951847              

                                 

16.10.2007 23:14

Landsæfing 2007 - ert þú með?

Helgi G., Ingvar Stefán og hundarnir þeirra ætla að fara og taka þátt í Landsæfingu SL 2007 í nágrenni skóga undir Eyjafjöllum núna um helgina og þá vantar einhverja 2 með sér. Upplýsingar um Landsæfinguna má sjá hér. Skoðið endilega möppuna um æfinguna, en þar má sjá m.a. hvaða verkefni verða í boði. Þáttakendur eru yfir 200 frá um 25 sveitum, en aðrir starfsmenn og sjúklingar eru um 50.
Þetta er kjörið tækifæri til að æfa sig, kynnast öðrum sveitum og starfi leitarhunda.
Áhugasamir hafi samband við Ingvar Stefán í síma 897-7804

16.10.2007 17:53

Úttekt hjá leitarhundum

Núna um síðustu helgi var hundateymið okkar í úttekt í víðavangsleit. Alls fóru 5 hundar héðan ásamt eigendum sínum vestur á Gufuskála, þar sem úttektin fór fram. Það er ekki hægt að segja annað að við höfum mjög duglegt og efnilegt hundafólk í okkar röðum og er staðan hjá okkur þannig að nú erum við með 4 útkallshæfa víðarvangsleitarhunda og 5 útkallshæfa snjóflóðaleitarhunda.  Þeir sem fóru vestur voru Þórfríður, Ægir, Helgi, Stebbi Kalli og Ingvar Stefán.

15.10.2007 16:55

Kvöldið í kvöld

Tækjaflokkur tekur á því í kvöld, sett verða vetrardekk undir allan flotann. Og einnig Xenon ljóskastara á annan bílinn.  þeir sem áhuga hafa á því að kynnast þessum klikkhausum bíladeildar er bent á að mæta niðrí hús kl 8. Svo verður kíkt á rúntinn og græjurnar prófaðar. HVETJUM ALLA TIL AÐ MÆTA.
Einnig er stefnt að dagsferð á bílum sveitarinnar uppá hálendið komandi helgi (20.Okt) Endilega segið áhuga ykkar hér í "álit"

15.10.2007 12:25

Dagskrá á fundum út árið

Hér er dagskráin birt eins og hún var sýnd á kynningarfundinum, ath að öllum er frjálst að mæta á hvern á fund og taka þátt í því sem er að gerast hverju sinni og hvetjum við til þess.

8. október Sjóflokkur Verkleg kynning út á sjó

15.október Tækjaflokkur Gert vetrarklárt. Tækin prófuð
15.október Hundaflokkur Hundamenn hittast og ráða ráðum sínum fyrir veturinn

20.október Tækjaflokkur Æfing. Dagsferð á fjöll

22.október Landbjörgun Kynning á nokkrum flokkum landbjörgunar. Fjallabjörgun, leitartækni og skyndihjálp

29.október ALLIR MÆTA - "Hópefli" í umsjón stjórnar

5.nóvember Almennur fundur

12.nóvember Sjóflokkur Leitartækni á sjó

19.nóvember Tækjaflokkur Útiæfing - GPS og sjúkraflutningar
19.nóvember Hundaflokkur Leitaræfing

26.nóvember Landbjörgun Ýmsir þættir snjóflóðaleitar

3.desember Almennur fundur

10.desember Sjóflokkur Æfing með Hafbjörgu

17.desember Tækjahópur Yfirfara búnað. Æfing: koma dekki á felgu
17.desember Hundahópur Æfing


Lok desember: Undirbúningur áramóta
Jólatréssala
Flugeldasala
Umferðargæsla
Brenna
Flugeldasýning


11.10.2007 17:21

Er einhver áhugi á Sandvíkurferð?

Ef einhver hefur áhuga á Sandvíkurferð um helgina, þá er mönnum bent á að hafa samband við Svenna, sem fyrst.  Stefnt er að því að fara á laugardagsmorgni og koma aftur seinnipartinn á sunnudag.

10.10.2007 13:20

Gerpir.com - fyrir alla félaga

Við viljum benda félögum á að öllum er heimilt að fá aðgang að "innri vef" gerpir.com. Þar er aðgengi að tölvupósti (þú@gerpir.com) með gmail-vefpósti, dagatali, skrám (google docs) spjalli (google talk) og fleiru. Þetta kostar auðvitað ekki neitt.

Hafið samband við upplýsingatæknistjórann (Svenna) til að fá aðgang.

Google apps tölvupósts kynning

Smá hvatningarmyndband (reyndar frá Northwestern háskólanum, en þið lesið Northwestern bara sem GERPIR).

Svör við algengum spurningum er varða þetta hafa verið sett inn á heimasíðuna (undir Gerpir.com FAQ í valmyndinni), þetta er reyndar allt á ensku en löggiltur skjalaþýðandi verður til taks ef á þarf að halda.

09.10.2007 14:26

SímkerfiBúið er að fjárfesta í forláta símstöð í húsið ásamt góðum haug af nýjum símtækjum: borðsímum og þráðlausum. Unnið verður að því á næstunni að endurvíra húsið og koma upp tenglum á víð og dreif. Rafvirkjar sveitarinnar sem og aðrir verkglaðir sem vilja bjóða fram aðstoð sína eru beðnir að vera í sambandi við Svenna eða Daða.
08.10.2007 13:43

Sjóflokkur á kvöldið í kvöld

Í kvöld verða verklegar æfingar hjá Sjóflokki. Eðli æfinganna fer eftir mætingu svo það er bara að láta sjá sig :-)

Sjóflokkur á æfingu

04.10.2007 19:32

Sandvíkurferð frestað um viku

Fyrirhugaðri Sandvíkurferð hefur verið frestað um viku, nú er stefnt að því að fara helgina 13.-14.október.
Gaman væri þó að fara netta gönguferð nú á sunnudaginn ef áhugi er fyrir því.

02.10.2007 08:21

Nú hefst fjörið!

Góð mæting var á kynningarfundinn. Skemmtileg kynning á sveitinni og sögu hennar, þar sem Daði var búinn að grafa upp heimildir frá um 1970 sem var mjög gaman af. Einnig voru sýndar svipmyndir frá útköllum og æfingum undanfarið. Starfið framundan var kynnt og munum við setja dagskrána hér inn mjög fljótlega, en nú hefst vetrarstarfið af fullum krafti.

Þó að einhverjir hafi misst af kynningarfundinum er öllum auðvitað frjálst að kíkja við á fundum sem eru haldnir á mánudagskvöldum kl. 20
  • 1

Dagatal

Sveitin

Nafn:

Björgunarsvetin Gerpir, Norðfirði

Heimilisfang:

Nesgata 4, 740 Norðfirði

Staðsetning:

Norðfjörður

Heimasími:

4771999

Kennitala:

5505790499

Bankanúmer:

1106-26-1499

Tenglar

Flettingar í dag: 28
Gestir í dag: 15
Flettingar í gær: 60
Gestir í gær: 14
Samtals flettingar: 638171
Samtals gestir: 113778
Tölur uppfærðar: 25.9.2017 16:49:12