Björgunarsveitin Gerpir, Norðfirði

Heimasíða Björgunarsveitarinnar Gerpis Norðfirði

Færslur: 2007 September

27.09.2007 13:46

Kynningarfundur 1.okt kl 20:00Við þetta má svo auðvitað bæta verkefnum eins og rústabjörgun og köfun. Eitt er víst, verkefnin eru næg og alltaf er þörf fyrir öflugt fólk í starf björgunarsveita.

24.09.2007 12:55

Fréttir og fundir

Síðastliðinn föstudag fóru 6 meðlimir bjsv. Gerpis í það verkefni að bera snjómælingastikur upp í fjallið fyrir ofan bæinn, en það stendur til að endurreisa og bæta stikuskóginn í hlíðinni. Þeir duglegu voru Svenni, Stebbi K, Hlynur, Bjössi, Daffi og síðast en ekki síst Eiríkur.  Komið hefur til tals að reka Eirík úr bíladeildinni og gera hann að undanfara nr.1 - hann er örugglega sá eini í sveitinni og þó víðar væri leitað sem hefur við hundinum sínum í fjallgöngu.

Á síðasta félagsfundi var ýmislegt rætt og unnin nokkur hugmyndavinna fyrir haust-/vetrardagskrá sveitarinnar.

11.09.2007 13:09

Sjónaukainnkaup

Nú stendur til að kaupa sjónauka fyrir sveitina, sökum óheyrilegrar álagningar og lélegs úrvals í íslenskum verslunum þá er ætlunin að panta sjónauka frá www.binoculars.com. Eftirtaldir sjónaukar koma helst til greina:

Í bátana:
http://www.binoculars.com/products/bushnell-7x50-marine-willuminated-compass-rangefinding-reticle-5680.html

í bílana:
scope:
http://spotting-scopes.binoculars.com/products/bushnell-20-60x65-waterproof-spotting-scope-14099.html
kíkir:
http://spotting-scopes.binoculars.com/products/bushnell-10x50-waterprooffogproof-44042.html

Félögum býðst að vera með í þessari pöntun (Kaupfélagið Gerpir er í fullu fjöri), hafið samband við kaupfélagsstjórann eigi síðar en á næsta fundi (mánudaginn 17.september).


10.09.2007 11:54

Félagsfundur mánudaginn 10.9.2007

Í kvöld verður áhugaverður fundur þar sem kynntar verða niðurstöður síðasta stjórnarfundar 5.9.
Einnig verður farið yfir fyrirkomulag haust-/vetrardagskrárinnar.
Sjáumst!

  • 1

Dagatal

Sveitin

Nafn:

Björgunarsvetin Gerpir, Norðfirði

Heimilisfang:

Nesgata 4, 740 Norðfirði

Staðsetning:

Norðfjörður

Heimasími:

4771999

Kennitala:

5505790499

Bankanúmer:

1106-26-1499

Tenglar

Flettingar í dag: 28
Gestir í dag: 15
Flettingar í gær: 60
Gestir í gær: 14
Samtals flettingar: 638171
Samtals gestir: 113778
Tölur uppfærðar: 25.9.2017 16:49:12