Björgunarsveitin Gerpir, Norðfirði

Heimasíða Björgunarsveitarinnar Gerpis Norðfirði

Færslur: 2007 Júlí

31.07.2007 10:21

Ævintýraferð á hálendið

Laugardaginn eftir Verslunarmannahelgi (11.ágúst) ætlum við að fara í sérlega skemmtilega ruslatínsluferð inn að Ufsárveitu. Þetta er góð fjáröflun og gæti bara orðið hinn skemmtilegasti dagur (sérstaklega ef vel viðrar).

Takið daginn frá og skráið ykkur endilega í athugasemdakerfið ef þið ætlið að koma með.

25.07.2007 12:45

Útbreiðsla TETRA

Vegna umræðna um TETRA set ég hérna inn nýja útbreiðslumynd fyrir TETRA.  Myndin sýnir núverandi stöðu yfir þá 105 senda sem búið er að setja upp og tengja við kerfið.  Útbreiðslan er miðuð við að móttakarinn sé kyrrstæður og með 2 m loftnet, þannig að útbreiðslan er ekki svona mikil með handstöðvunum.  Eins og sést vantar töluvert upp á að útbreiðsla á okkar svæði sé ásættanleg og munum við pressa á að svo verði.  Það er hægt að sjá sömu mynd í hærri upplausn undir myndir. Kv.Daði

12.07.2007 10:08

Starfið framundan

Æfing
Stefnan er að hafa netta og skemmtilega æfingu í næstu viku, að öllum líkindum á miðvikudaginn 18.  Nánari tímasetning er ekki ákveðin en líklega milli kl 18-19.  Það verður kallað út á æfinguna með SMS skilaboðum og ætlunin er að hafa bæði sjó og landæfingu. Sjáumst sem flest.

Neistaflugið flugið flugið
Mótshaldarar Neistaflugsins hafa beðið okkur um að hafa umsjón með gæslu, flugeldasýningu og varðeld ásamt því að aðstoða við Barðsneshlaup um Verslunarmannahelgina.  Verður gæslu fyrirkomulag með sama sniði og í fyrra  og munum byrja á að raða saman vaktaplani á nk. mánudag.

VHF og TETRA
Við erum búin að fá tilboð í endurnýjun á rafhlöðum ásamt hleðslutækjum fyrir VHF talstöðvarnar hjá okkur.  Stjórnin samþykkti að kaupa þennan pakka, enda orðið tímabært þar sem gömlu rafhlöðurnar eru orðnar ansi slappar.  Í þessum kaupum eru einnig 4 nýjar talstöðvar þannig að við erum að verða ágætlega settir varðandi talstöðvar mál.
Eins og margir vita er verið að auka útbreiðslusvæði Tetra og er ma búið að staðsetja 1 sendi í hlíðum Goðatinds við enda skíðalyftunnar.  Landsbjörg er um þessar mundir að niðurgreiða Tetra handstöðvar til björgunarsveita og var ákveðið að fjárfestaí 3 stk af slíkum stöðvum.  Stöðvarnar munu vonandi koma til okkar fljótlega og verður farið yfir Tetra stöðvarnar þegar þar að kemur.

Kv. Stjórnin
  • 1

Dagatal

Sveitin

Nafn:

Björgunarsvetin Gerpir, Norðfirði

Heimilisfang:

Nesgata 4, 740 Norðfirði

Staðsetning:

Norðfjörður

Heimasími:

4771999

Kennitala:

5505790499

Bankanúmer:

1106-26-1499

Tenglar

Flettingar í dag: 28
Gestir í dag: 15
Flettingar í gær: 60
Gestir í gær: 14
Samtals flettingar: 638171
Samtals gestir: 113778
Tölur uppfærðar: 25.9.2017 16:49:12