Björgunarsveitin Gerpir, Norðfirði

Heimasíða Björgunarsveitarinnar Gerpis Norðfirði

Færslur: 2007 Apríl

30.04.2007 21:28

Framundan hjá Bjsv. Gerpir

Samæfing 5.maí

Næstkomandi laugardag 5. maí verður samæfing björgunarsveita á svæði 13 haldin á Héraði. Ýmis verkefni verða í boði en í grunninn verður æfð viðbragðsáætlun við stíflurofi Kárahnjúkastíflu.
Gerpir ætlar að fara ef næg þátttaka fæst og líklega verður farið með Skottuna uppeftir. Áhugasamir hafi samband við Pálma í síma 894-2199

Landsþing 18.-19. maí í Reykjanesbæ

Svenni og Pálmi verða þingfulltrúar okkar með atkvæðisrétt, en öllum félögum er frjálst að sitja þingið og taka þátt í umræðuhópum. Á þinginu verða eftirtaldir umræðuhópar:

 • Samskipti deilda og sveita og fjáraflanir
 • Slysavarnaverkefni
 • Neyðarskýli
 • Óvirkar einingar
 • Björgunarsveitir á hálendinu
 • Björgunarskólinn
 • Unglingamál, Útivistarskólinn á Gufuskálum
 • Sjóbjörgun, harðbotnabátar
 • Fjarskipti, Tetra og framtíðin
 • Aðgerðamál, stýring og samhæfing

Annað

Á Fundinum í kvöld var einnig rætt um fjölskyldudag björgunarsveitarinnar, en ýmsar hugmyndir komu fram.
Meðlimir sveitarinnar fóru með Tetra-sendi upp á Goðatind, við skíðalyftuna, í síðustu viku.

 • 1

Dagatal

Sveitin

Nafn:

Björgunarsvetin Gerpir, Norðfirði

Heimilisfang:

Nesgata 4, 740 Norðfirði

Staðsetning:

Norðfjörður

Heimasími:

4771999

Kennitala:

5505790499

Bankanúmer:

1106-26-1499

Tenglar

Flettingar í dag: 28
Gestir í dag: 15
Flettingar í gær: 60
Gestir í gær: 14
Samtals flettingar: 638171
Samtals gestir: 113778
Tölur uppfærðar: 25.9.2017 16:49:12