Björgunarsveitin Gerpir, Norðfirði

Heimasíða Björgunarsveitarinnar Gerpis Norðfirði

Færslur: 2007 Janúar

16.01.2007 09:01

Innkaup á einstaklingsbúnaði

Stefnt er að því að reyna að sameinast um innkaup á einstaklingsbúnaði með von um að geta náð verði eitthvað niður.

Hér má finna lista yfir æskilegan einstaklingsbúnað björgunarmanna.

Björgunarsveitin hefur ákveðið að kaupa hjálma og leitarljós en hvetjum við björgunarsveitarfólk til að eiga þessa hluti líka. Þeir hjálmar sem helst koma til greina eru frá Black Diamond og Petzl. Leitarljósin sem keypt verða eru UKE SL4

Heyrst hefur að menn hafi áhuga á að kaupa inn (ferða)skóflur ál eða plast ??

Hugmyndir að fleiri hlutum er vel þegnar í athugasemdakerfið.

Mánudagskvöldið 22.jan munum við taka niður pantanir.

10.01.2007 16:08

F2-Gulur, leit í byggð

5.1.2007 22:20
Björgunarsveitin kölluð út til leitar í bænum og næsta nágrenni að stúlku sem var saknað. Mjög góð mæting í leitina og var stórt svæði leitað á skömmum tíma. Leitin náði svo einnig yfir hálft landið frá Höfn til Akureyrar og voru allar björgunarsveitir á því svæði kallaðar út.
Stúlkan fannst svo heil á húfi um nóttina, afboðað 06.01.2007 03:53.

Lögregla vill koma á framfæri þökkum fyrir skjót og góð viðbrögð.
  • 1

Dagatal

Sveitin

Nafn:

Björgunarsvetin Gerpir, Norðfirði

Heimilisfang:

Nesgata 4, 740 Norðfirði

Staðsetning:

Norðfjörður

Heimasími:

4771999

Kennitala:

5505790499

Bankanúmer:

1106-26-1499

Tenglar

Flettingar í dag: 28
Gestir í dag: 15
Flettingar í gær: 60
Gestir í gær: 14
Samtals flettingar: 638171
Samtals gestir: 113778
Tölur uppfærðar: 25.9.2017 16:49:12