Björgunarsveitin Gerpir, Norðfirði

Heimasíða Björgunarsveitarinnar Gerpis Norðfirði

Færslur: 2006 Desember

29.12.2006 16:17

Gleðilega hátið

Björgunarsveitin Gerpir vill óska bæjarbúum öllum gleðilegra jóla og farsæls komandi árs og þakkar stuðninginn á liðnu ári. 

 

Minnum á flugeldasöluna sem er nú í gamla vélaverkstæði bæjarins, rétt fyrir utan björgunarsveitarhúsið.

Eigum slysalaus áramót.

21.12.2006 21:58

Myndataka og flugeldasala

Stefnum að því að taka hópmyndatöku á laugardaginn klukkan 13:00.  Mjög mikilvægt að allir mæti í merktu peysunum og göllunum.  Sýnum styrk okkar sem ein heild. 

Nú fer að líða að flugeldasölu sem er ein aðalfjáröflun okkar.  Við hvetjum alla félagsmenn sem geta, að skrá sig í flugeldasölu.  Einnig sjáum við um brennuna og umferðarstjórnun eins og venjan er.  Hjálpsamir og duglegir félagar leggja að sjálfsögðu hönd á plóginn.

Jólakveðjur

   Stjórnin

19.12.2006 00:11

F2-Gulur, spottakarla vantar á álverslóð

18.12.2006 23:21

Beðið um aðstoð vegna manna í sjálfheldu upp á þaki í 20-30 metra hæð á álverslóð. Sökum vinds (25m/s) má ekki nota lyftur eða körfubíla. Reyndar mega björgunarmenn heldur ekki fara inn á svæðið þannig að vandséð er hvernig á að leysa þetta mál. 

Okkar menn fengu ekki að fara inn á svæðið og var mönnunum bjargað ofan af þakinu með körfubíl slökkviliðsins.

Frétt af mbl.is

04.12.2006 22:42

Jólatré

Björgunarsveitin mun eins og áður bjóða jólatré til sölu fyrir þessi jól. Hringt verður í þá sem hafa keypt tré undanfarin ár. Þeim sem telja sig ekki vera á úthringilistanum er bent á að senda tölvupóst á gerpir@gmail.com með nafni og símanúmeri. Einnig verða listar hengdir upp í búðum bæjarins.  Vinsamlegast látið þetta berast.
  • 1

Dagatal

Sveitin

Nafn:

Björgunarsvetin Gerpir, Norðfirði

Heimilisfang:

Nesgata 4, 740 Norðfirði

Staðsetning:

Norðfjörður

Heimasími:

4771999

Kennitala:

5505790499

Bankanúmer:

1106-26-1499

Tenglar

Flettingar í dag: 8
Gestir í dag: 7
Flettingar í gær: 31
Gestir í gær: 15
Samtals flettingar: 641537
Samtals gestir: 114288
Tölur uppfærðar: 22.10.2017 04:26:16