Björgunarsveitin Gerpir, Norðfirði

Heimasíða Björgunarsveitarinnar Gerpis Norðfirði

Færslur: 2006 Nóvember

23.11.2006 16:04

Neyðarkall

Muna ekki einhverjir auglýsingaherferðinni miklu um Neyðarkall björgunarsveitanna?  Sú auglýsingaherferð sem og salan fauk út í veður og vind hjá okkur en nú geta velunnarar sveitarinnar keypt sér Neyðarkall á kaffihúsinu Nesbæ ! Látið endilega alla vita af þessu gullna tækifæri til að styrkja björgunarstarf nær og fjær.


16.11.2006 20:43

Ferðamennskunámskeið

Námskeið í ferðamennsku verður haldið núna á laugardaginn þann 18. nov. frá kl 9-15.   Markmið námskeiðsins er Að gera þátttakendur hæfari til þess að stunda ferðamennsku og útivist af öryggi við erfiðar aðstæður.  sjá nánari lýsingu á www.landsbjorg.is

Skráning er hjá Pálma í síma: 846 7762

 

08.11.2006 12:35

Gjöf til björgunarsveitarinnar

 

Þau Katrín Björg, Viktor Már og Halldóra Rún komu færandi hendi og færðu björgunarsveitinni afrakstur af hlutaveltu sem þau héldu.  Það voru þeir Stefán Karl formaður og Sveinn Halldór gjaldkeri sem veittu gjöfinni móttöku.  Við þökkum þessum duglegu krökkum kærlega fyrir styrkinn.

06.11.2006 09:25

Útkall gulur, 5.11.2006

5.11.2006 F2 - Gulur óveðursaðstoð.

Vorum kölluð úr vegna hvassviðris sem gekk yfir landið allt, verkefni af hefðbundnum toga. Lausar þakplötur og fjúkandi hlutir hér og þar um bæinn.

02.11.2006 00:11

Nýjustu fréttir

Það var staðið í stórræðum um síðustu helgi en þá önnuðust Gerpismenn gæslu ásamt þrifum og niðurrifi um borð í Beiti NK123.  En eins og glöggir lesendur síðunnar hafa séð var útkall þann 28.10 vegna eldsvoða um borð í Beiti.  Eldurinn kom upp í þvottrými skipsins og var rýmið illa farið af völdum elds.  Áhöfninni á Beiti tókst fljótlega að ná valdi á ástandinu um borð og var skipinu silgt inn til Eskifjarðar.  Vökulir félagar Gerpis vöktuðu skipið yfir nóttina eða þangað til að skipverjar komu og silgdu Beiti til heimahafnar á Norðfirði.  Þar tóku vaskir félagar Gerpis til hendinni og rifu allt innan úr brunna rýminu.  Á mánudeginum var borðsalurinn og eldhúsið þrifið hátt og lágt.  Nokkarar myndir sem Skúri (Skúli G. Hjaltason) tók eru komnar í myndasafnið.

Nú í kvöld lagði vaskur hópur manna og hunda frá Bsv. Gerpi af stað til Dalvíkur á námskeið í víðavangsleit.  Fáum nánari fregnir af því síðar.

Á morgun 02.11 verður smá spjall og upprifjun um áttavita, kort og GPS.  Mæting kl: 20 að Nesi.

  • 1

Dagatal

Sveitin

Nafn:

Björgunarsvetin Gerpir, Norðfirði

Heimilisfang:

Nesgata 4, 740 Norðfirði

Staðsetning:

Norðfjörður

Heimasími:

4771999

Kennitala:

5505790499

Bankanúmer:

1106-26-1499

Tenglar

Flettingar í dag: 28
Gestir í dag: 15
Flettingar í gær: 60
Gestir í gær: 14
Samtals flettingar: 638171
Samtals gestir: 113778
Tölur uppfærðar: 25.9.2017 16:49:12