Björgunarsveitin Gerpir, Norðfirði

Heimasíða Björgunarsveitarinnar Gerpis Norðfirði

Færslur: 2006 Október

28.10.2006 19:05

Útkall Rauður - Eldur í skipi

KL 17:28 Eldur laus um borð í Beiti NK 123 um 8 sm austur af Seley.  Björgunarskipið Hafbjörg fór strax af stað með slökkviliðsmenn og búnað.  Um 18 30 fóru að berast fregnir að því að búið væri að ná tökum á ástandinu um borð í Beiti.   Kl: 18:58 var útkallið afboðað og Beitir að nálgast höfn á Eskifirði.

27.10.2006 15:49

Útkall gulur, 27.10.2006

27.10.2006 15:11 F2 - Gulur

Kallað út vegna loftfars sem talið var hafa lent í vandræðum á Fljótsdalsheiði.
Í ljós kom að enginn var í vandræðum og útkallið var afturkallað fljótlega (frétt).

26.10.2006 22:23

Myndir

Var að setja inn 2 albúm.  Svo er ég að vinn í því að ganga frá pöntununni á hönskunum www.youngstownequipment.com góðu þannig að ef það er einhver sem að á eftir að láta vita þá fer það að verða síðasti séns.

Kv. Daði

26.10.2006 16:24

Útkall rauður, 26.10.2006

26.10.2006 11:33 F1-rauður
Kafarar kallaðir út vegna bíls sem fór í sjóinn á Vopnafirði (frétt).

26.10.2006 16:10

Útkall gulur, 25.10.2006

25.10.2006 kl 20:36 F2-Gulur
Leitað að manni sem kom ekki fram í Mjóafirði á tilsettum tíma. Hann fannst á Mjóafjarðarheiði og hafði fest bíl sinn í snjó.

17.10.2006 16:21

Dagatal komið á síðuna

Nú er komið dagatal með helstu atburðum (ekki margir enn sem komið er) á vegum sveitarinnar. Það eru vinir okkar hjá Google sem skaffa það.

17.10.2006 15:11

Björgun 2006

Nú um helgina verður ráðstefnan Björgun haldin í Reykjavík. Gerpismenn fjölmenna að sjálfsögðu þangað og stefnir allt að a.m.k. 8 verði á svæðinu frá okkur.  Margt áhugaverðra fyrirlestra er á dagskrá og munu menn án efa koma til baka fullir fróðleiks.
  • 1

Dagatal

Sveitin

Nafn:

Björgunarsvetin Gerpir, Norðfirði

Heimilisfang:

Nesgata 4, 740 Norðfirði

Staðsetning:

Norðfjörður

Heimasími:

4771999

Kennitala:

5505790499

Bankanúmer:

1106-26-1499

Tenglar

Flettingar í dag: 28
Gestir í dag: 15
Flettingar í gær: 60
Gestir í gær: 14
Samtals flettingar: 638171
Samtals gestir: 113778
Tölur uppfærðar: 25.9.2017 16:49:12