Björgunarsveitin Gerpir, Norðfirði

Heimasíða Björgunarsveitarinnar Gerpis Norðfirði

Flokkur: Útköll

01.01.2014 21:44

Útkall F3 grænn, Gerpir enn í fréttum

Beiðni barst um aðstoð á oddskarð Eskifjarðarmeginn. Útkallið var eins og hvert annað ófærðarútkall en þó sögulegt að því leyti til að það var fyrsta útkall ársins á landinu. sjá nánar: http://www.mbl.is/frettir/innlent/2014/01/01/bjorgunarsveitir_a_ferdinni/

Samtal við lögreglu leiddi það í ljós að óskað var eftir því að bílarnir yrðu færðir en annar þeirra stóð fastur fyrir ruðningstæki. Þegar komið var áleiðis upp á skarð mættu Gerpismenn ruðningstækinu og var þar snúið við þar sem bílarnir voru lausir og vandræðin yfirstaðin.

 

Seinna um daginn um 17:50 vorum við síðan beðnir um að vera í viðbragðsstöðu vegna sjúkraflutnings yfir Oddskarð. Brimrún á Eskifirði var þá lögð á skarðið og einnig snjóplógur og ekki kom til að þyrfti að ræsa út mannskap þar sem vel gekk að komast yfir.

27.12.2013 00:00

Útkall F1 Gulur

Öðruvísi hátíðarstemning var hjá okkur mörgum þessi jólin. Á aðfangadagsmorgun fóru nokkrir í ófærðarútkall á Oddskarð þar sem kúplingslaus bíll var og þeir sem í bílnum voru þurftu aðstoð. Útkallið gekk vel og voru flestir á því að nú væri jólakösin búinn, svo var þo ekki.

Hátíðin gekk í garð að jólanna sið og um níuleytið var kallað út F1 Gulur, aðstoð við sjúkraflutning.

Fyrstu bílar fóru úr húsi 12 mínútum síðar og annar bíllinn tók svæfingalæknir með sér á Reyðarfjörð. Í Oddsdal var færð farinn að spillast og fljótlega sat Linerinn fastur F-350 bíllinn hélt áfram og komst á Reyðarfjörð án teljandi vandræða. Þar var kominn sjúkrabíll frá Djúpavogi með sjúklinginn. Ákvörðunin um að ekið yrði með sjúklinginn og hugsanlega sjúkrabíl í eftirdragi upp í hérað lá í loftinu og lagt var af stað frá Reyðarfirði um kl 11:00. Þá var bílstjóri á sjúkrabílnum frá björgunarsveitinni einnig. 

Á Fagradal gekk ekki lítið á. Hvass Norðanvindur og þungt færi settu fljótlega strik í reikninginn. Í fylgd með F-350 bílnum voru 33"breyttur sjúkrabíll frá Reyðarfirði, Land rover frá Ársól, Payloader og snjóbíll frá Gumma Páls. Fljótlega fór rúða og rúðuþurka í payloadernum og var hann því óstarfhæfur. Síðan brotnaði öxull í Land rovernum og því voru F-350 bíllinn og sjúkrabíllinn einir eftir. 

Í þessarri stöðu voru kallaðar út tvær sveitir til viðbótar Hérar og Jökull á Jökuldal og fóru báðir af stað á móti Gerpi frá Héraði. Einnig var þess freistað að fá ruðningsbíl á dalinn til að létta leið sjúkrabílsins.

F-350 bíllinn barðist áfram gegnum skaflanna með spotta í sjúkrabílnum þar til loks mættu þeir Hérum og síðan ruðninsbílnum en þá var færið einnig tekið að léttast. 

Þegar hér er komið mátti varla tæpara standa því lyfjabirgðir í sjúkrabílnum voru orðnar tæpar og því hefði meiri töf skapað mikla hættu.

Sjúkrabíll og fylgdarlið komu í Egilsstaði um hálfþrjú um nóttina og sjúkraflug lagði af stað frá EGS kl hálf fjögur.

Á bakaleiðinni var búið að stinga í gegnum dalinn a.m.k. eina bílbreidd og komust sjúkrabíll og F-350 á Reyðarfjörð án teljandi vandræða.

Linerinn hafði losnað úr skafli um ellefu leytið og fór á móti F-350 bílnum yfir skarð til að búa til slóð og komu síðustu menn í hús kl. 6:00 á jóladagsmorgun.

 

Útkallið tók sannarlega á menn og fjölskyldur þeirra þar sem flestir hlupu út þegar börnin þeirra voru að byrja að opna jólapakkana og rötuðu einhverjar sögur í fréttamiðla. Hér má sjá nánari umfjöllun um þetta útkall.

http://www.visir.is/threkvirki-fyrir-austan---thad-eru-engin-jol-hja-okkur-/article/2013131229555

http://www.mbl.is/frettir/innlent/2013/12/25/sjukraflug_a_jolanott_stod_taept/

http://www.visir.is/-hann-bara-kyssti-okkur-bless-/article/2013131229396

 

17.12.2013 23:10

F1 Gulur

Maður fyrir borð í Reyðarfirði

Sveitin hefur nú leitað manns sem saknað er af flutningaskipi í Reyðarfirði. Mannsins hefur verið leitað fyrir minni Reyðarfjarðar á harðbotnabátum og tveimur björgunarskipum. Talið er að maðurinn hafi týnst við Seley og því er leitað miðað við rek þaðan en ekkert hefur enn fundist.

Menn fóru strax af stað um kvöldið 15.des frá Neskaupstað á Eskifjörð með Glæsi, keyrandi, og Hafbjörg lagði af stað frá Höfninni strax um kvöldið. Fljótlega var þó ákveðið að snúa Hafbjörginni við og leita í birtingu á a.m.k. tveimur björgunarskipum, dráttarbát frá Reyðarfirði og slöngubátum en einnig var ákveðið að leita fjörur í Reyðarfirði og vattarnesi.

 

Leit hefur verið hætt nema að annað komi fram án þess að til mannsins hafi spurst frá því hann hvarf.

01.04.2009 11:47

Útkall 30.03.2009

KONA Í BARNSNAUÐ Á FJÖLLUM

30. mars 2009
Björgunarsveitirnar Gerpir frá Neskaupsstað og Brimrún frá Eskifirði voru kallaðar út um klukkan 4:30 í nótt vegna konu sem sat föst í bíl á  Oddskarði, Eskifjarðarmegin, en hún var á leið á sjúkrahús til að fæða barn. 

Sendur var björgunarsveitabíll frá Eskifirði með lækni og var hann kominn að bíl konunnar um klukkustund síðar og var ekið með hana áleiðis til Neskaupsstaðar. Við Háhlíðarhorn mætti björgunarsveitin Gerpir þeim með tvo björgunarsveitabíla, sem í voru læknir og ljósmóðir, snjóplóg og snjótroðara frá skíðasvæðinu á Neskaupsstað. Færð var afar slæm og var snjótroðarinn nýttur til að troða svæði í kringum veginn þannig að hægt væri að snúa bílunum við. Snjóplógurinn sat fastur og þurfti að nýta troðarann til að losa hann.  Veður var afleitt en vindhraði var um 48 m/sek og allar aðstæður mjög erfiðar. 

Í Oddskarðsgöngum var konan færð yfir í bíl frá Gerpi og ekið með hana á Fjórðungssjúkrahúsið í Neskaupsstað þangað sem hún var komin klukkan 7:15 í morgun. Var þá afar stutt milli hríða. Lítil stúlka fæddist svo klukkan 8:15 í morgun og heilsast þeim mæðgum vel. 

Eftir að fyrri björgunarsveitabíllinn fór af stað með konuna til byggða tók við tómt basl hjá Gerpismönnum en jeppinn affelgaðist. Þar sem veðrið var kolvitlaust var ákveðið að senda fyrri bílinn aftur á Oddskarðið með varadekk í stað þess að freista þess að koma dekkinu á felguna aftur. Er því verki nýlega lokið og hefur gengið á ýmsu, m.a. hefur jeppinn fokið af tjakknum tvívegis. Að lokum var snjótroðarinn notaður til að skýla jeppanum og halda honum föstum með spilinu á meðan skipt var um dekkið. Björgunarsveitin er þegar þetta er skrifað á leið til byggða.

Fréttin er af www.landsbjorg.is

09.09.2008 21:39

Óvenjuleg aðgerð

Í gærkvöldi fóru nokkrir vaskir fjallabjörgunarmenn á Seyðisfjörð að ná rollum úr sjálfheldu efst í Salteyrardal, ofan Hánefsstaða. Þurfti að síga stutt niður að fénu sem var fast á syllu undir klettabrúninni. Þeir sem fóru voru Andri Fannar, Ingvar Stefán, Pálmi og Snorri Gunn.
Gekk verkefnið vel í samvinnu við þá bræður Vilhjálm og Jóhann frá Hánefsstöðum.
Meðfylgjandi eru myndir frá björguninni

 
15.05.2008 17:04

Útkall Gulur

14 mai KL 06.34  Barst útkall frá  Vaktstöð  Siglinga.  Eftirgrennslan eftir bát sem dottið hafði úr sjálfvirku skyldunni um 2 tímum áður hafði ekki borið árangur, hann ekki svarað síma eða talstöð.  Báturinn var á leið út Seyðisfjörðinn og var síðasta þekkta staðsetning hans við minni Seyðisfjarðar.  Svarta þoka var á svæðinu.  Hafbjörgin var send á stað og náði Hafbjörgin talstöðvarsambandi við bátinn um kl 8, og var allt í lagi um borð.  Hafbjörgin var þá kominn rétt norður fyrir Dalatanga.  Ástæða þess að báturinn datt út úr sjálvirkri tilkynningarskyldu var að bilun var í móttöku búnaði á Dalatanga.  

24.12.2007 23:55

Jólaútkallið mikla

 Á aðfangadag kl 23:00 hringir Sævar Guðjónsson starfsmaður hjá Austfjarðaleið og bað um að 16 farþegar yrðu sóttir uppá Oddskarð þar sem að rútan sem þeir voru á væri runnin útaf og sæti föst. Rútan var staðsett um 200 m sunnan við Oddskarðsgöng. Farið var á F350 og Econline og sóttir 16 manns og þeim skutlað heim til sín til að halda heilög jól með fjölskyldum sínum... Hérna eru svo svipmyndir úr útkallinu:
            

27.11.2007 11:26

Útkall F2 Gulur 22.11.2007

Vélarvana bátur í Viðfirði.
Harðbotnabáturinn Glæsir fór á staðinn og dró bátinn til Neskaupstaðar.

13.06.2007 12:43

13 juni Útkall Rauður

Kl 04:23 var Hafbjörgin kölluðu út vegna sökkvandi báts út af Reyðarfirði.  Hafbjörg og Glæsir lögðu af stað en blíðu veður var á sjó fyrir utan smá undiröldu.  Báturinn sem bað um aðstoð ber nafnið Reyðar og eru tveir menn um borð.  Glæsir tók sjódæluna úr Hafbjörginni um borð til sín þar sem útlit var fyrir að Glæsir yrði fyrr á staðinn.  Um kl 05:30 var Glæsir kominn að Reyðari og Hafbjörg stuttu síðar. Vel gekk að dæla sjó úr bátnum og fljótlega var búið að koma í veg fyrir lekann.  Hosa á slöngu fyrir kælivatn hafði gefið sig og flætt inn með slöngunni.  Hafbjörg tók Reyðar í tog inn til Eskifjarðar og Glæsir fylgdi með.  Komið var til Eskifjarðar um kl 07:30 og silgt svo til baka í heimahöfn á Norðfirði eftir að búið var að koma Reyðari að bryggju. 

06.02.2007 15:59

F2-Gulur, vélarvana bátur í mynni Mjóafjarðar

6.2.2007 11:10  F2-Gulur Vélarvana bátur í mynni Mjóafjarðar, rekur að landi.

Hafbjörg og Glæsir voru komin af stað u.þ.b. 10 mín eftir útkall og fljótlega kom Glæsir að bátnum - þá var bátur frá Mjóafirði þegar kominn á svæðið og búinn að koma taug í bátinn og stöðva rekið.  Hafbjörg dró svo bátinn til hafnar á Norðfirði. Veður var gott og sléttur sjór.

Myndir


10.01.2007 16:08

F2-Gulur, leit í byggð

5.1.2007 22:20
Björgunarsveitin kölluð út til leitar í bænum og næsta nágrenni að stúlku sem var saknað. Mjög góð mæting í leitina og var stórt svæði leitað á skömmum tíma. Leitin náði svo einnig yfir hálft landið frá Höfn til Akureyrar og voru allar björgunarsveitir á því svæði kallaðar út.
Stúlkan fannst svo heil á húfi um nóttina, afboðað 06.01.2007 03:53.

Lögregla vill koma á framfæri þökkum fyrir skjót og góð viðbrögð.

19.12.2006 00:11

F2-Gulur, spottakarla vantar á álverslóð

18.12.2006 23:21

Beðið um aðstoð vegna manna í sjálfheldu upp á þaki í 20-30 metra hæð á álverslóð. Sökum vinds (25m/s) má ekki nota lyftur eða körfubíla. Reyndar mega björgunarmenn heldur ekki fara inn á svæðið þannig að vandséð er hvernig á að leysa þetta mál. 

Okkar menn fengu ekki að fara inn á svæðið og var mönnunum bjargað ofan af þakinu með körfubíl slökkviliðsins.

Frétt af mbl.is

06.11.2006 09:25

Útkall gulur, 5.11.2006

5.11.2006 F2 - Gulur óveðursaðstoð.

Vorum kölluð úr vegna hvassviðris sem gekk yfir landið allt, verkefni af hefðbundnum toga. Lausar þakplötur og fjúkandi hlutir hér og þar um bæinn.

28.10.2006 19:05

Útkall Rauður - Eldur í skipi

KL 17:28 Eldur laus um borð í Beiti NK 123 um 8 sm austur af Seley.  Björgunarskipið Hafbjörg fór strax af stað með slökkviliðsmenn og búnað.  Um 18 30 fóru að berast fregnir að því að búið væri að ná tökum á ástandinu um borð í Beiti.   Kl: 18:58 var útkallið afboðað og Beitir að nálgast höfn á Eskifirði.

27.10.2006 15:49

Útkall gulur, 27.10.2006

27.10.2006 15:11 F2 - Gulur

Kallað út vegna loftfars sem talið var hafa lent í vandræðum á Fljótsdalsheiði.
Í ljós kom að enginn var í vandræðum og útkallið var afturkallað fljótlega (frétt).

Dagatal

Sveitin

Nafn:

Björgunarsvetin Gerpir, Norðfirði

Heimilisfang:

Nesgata 4, 740 Norðfirði

Staðsetning:

Norðfjörður

Heimasími:

4771999

Kennitala:

5505790499

Bankanúmer:

1106-26-1499

Tenglar

Flettingar í dag: 28
Gestir í dag: 15
Flettingar í gær: 60
Gestir í gær: 14
Samtals flettingar: 638171
Samtals gestir: 113778
Tölur uppfærðar: 25.9.2017 16:49:12