Björgunarsveitin Gerpir, Norðfirði

Heimasíða Björgunarsveitarinnar Gerpis Norðfirði

Flokkur: Fundir

19.05.2009 13:19

Fundur í kvöld: Neistaflug og sjómannadagur

Málefni Neistaflugs rædd í kvöld. Framhald af umræðum á aðafundi. Drög að samningi kynnt.

Einnig ræðum við fyrirkomulag sjómannadagsins.

Vonumst til að sjá ykkur sem flest.

Stjórnin

06.04.2009 15:34

Fundur 7.4.2009

Á fundi n.k. þriðjudagskvöld verður á dagskránni:
  • Gæsla í Oddskarði yfir Páskafjörsdagana
  • Flugeldasýning í Oddsskarði
  • Skipulag æfingar í Stafdal 18. apríl n.k.
  • Skipulagsfundur fyrir Hnjúkfara
  • Hálendisverkefnið 2009
Láttu sjá þig!

24.02.2009 13:48

Fundur 24.2.2009

Á fundinum í kvöld verður m.a. farið í klifurvegginn og brasað í salnum. Allir velkomnir.

02.09.2008 16:36

Fundur og fjallganga

Í kvöld verður gengið á einhvern hól í fjallahringnum. Mæting kl. 19. Klæðnaður eftir veðri.

Fundur verður eftir sem áður kl. 20 fyrir þá sem týndu gönguskónum.

Kveðja,
Formaður

29.07.2008 12:37

Verslunarmannahelgin

Þá er komið að verslunarmannahelginni hjá okkur og höfum við nóg að gera þessa helgi eins og undanfarin ár. Helstu verkefnin verða þau sömu og áður:
    - Almenn gæsla
    - Flutningur Barðsneshlaupara og gæsla á meðan hlaupi stendur
    - Varðeldur og gæsla í kring um hann
    - Flugeldasýning

Í kvöld er undirbúningsfundur fyrir helgina og eru allir hvattir til að mæta.

Með kveðju,

Formaður

08.07.2008 16:36

Fundur 8.7.2008

Í kvöld vinnum við hörðum höndum að því að gera klárt fyrir hálendisgæsluverkefnið, en björgunarsveitin Gerpir mun vera á Sprengisandi og nágrenni dagana 18.-25.júlí nk.
Af þeim sökum fellur bátakvöld niður, nema einhverjir mæti sem vilja láta ljós sitt skína.

Með kveðju,
Formaður

24.06.2008 16:44

Fundur 24.6.2008

Sæl verið þið

Í kvöld leggjum við línurnar fyrir hálendisgæsluna. Mikilvægt að þeir sem ætla að taka þátt í henni mæti. Það má líka geta þess að allir gildir limir mega taka þátt í henni.
Væntanlega verður farið á 1 bíl og fjórhjólunum.

Annað mál á dagskrá er komandi fjölskylduhúllumhæ hjá Alcoa, 19.júlí n.k.
Þar munu björgunarsveitir á Austurlandi aðstoða við hin ýmsu verk og sjá um einhverjar uppákomur.

Eftir fund verður væntanlega eitthvað brasast í bátum og hjólum eftir föngum.

Sjáumst hress

Stjórnin

29.04.2008 15:32

Fundur 29.4.2008


Á fundinum í kvöld verður farið stuttlega yfir GPS tæknina og við berum saman tækin okkar. Þið sem eigið staðsetningartæki endilega kippið þeim með á fundinn.
Einnig verðum við með nýjasta tækið frá Garmin, Colorado til kynningar frá Veiðiflugunni / Fjarðasport.


Svo ætlum við að fara yfir atburði framundan:

- Æfing m. RústAust um hvítasunnuna 10.-11.maí
- Svæðisfundur fyrir svæði 13 á Breiðdalsvík 17.maí
- Starfsmannadagur Alcoa 17.maí
- Sjómannadagurinn 30.05.08 - 01.06.08
- Færeyjaferð m. Hafbjörgu 5.-9.júní
- Færeyjaferð með RústAust 5.-9.júní

Með kveðju,

Stjórn


11.04.2008 12:06

AÐALFUNDIRAðalfundur björgunarsveitarinnar Gerpis verður haldinn að Nesi, björgunarstöð kl. 20:00 þriðjudaginn 15.apríl n.k.

Á dagskrá eru hefðbundin aðalfundarstörf.
Nýjir félagar og aðrir áhugasamir hvattir til að mæta.
Aðalfundur Austurlands Rústabjörgunar verður haldinn í húsi bsv. Héraðs á Egilsstöðum n.k. sunnudag kl. 14:00
Gerpir fer frá Nesi kl. 12:30. Allir velkomnir.

28.03.2008 13:51

Austurland Rústabjörgun - Aðalfundur

Aðalfundur Austurlands Rústabjörgunar haldinn í húsi bsv. Héraðs á Egilsstöðum laugardaginn 29. mars kl. 13:00.
Gerpir fer frá Nesi björgunarstöð kl. 11:30.
Áhugasamir hvattir til að mæta.

Formaður

25.03.2008 18:53

Fundurinn í kvöld - Rústabjörgun

Á fundinum í kvöld mun Skúli fara yfir það með okkur fyrir hvað Austurland Rústabjörgun stendur fyrir og hvað er framundan á þeim vígstöðvum.
Spennandi rústabjörgunar- verkefni verða vonandi í boði í nágrenni við okkur og munum við reyna að nýta okkur þau tækifæri.
Bjarg Norðfirði

Dagskrá AR framundan:
29-30 mars.  Aðalfundur AR og fyrirlestur um merkingar og merkjamál í
rústum.
19-20 apríl  Námskeið/fyrirlestur
10-11 maí Hvítasunnuæfing
24-25 maí Lokaundirbúningur fyrir Finnland

04.03.2008 17:03

Snjóflóðaýlar

Björgunarsveitin fjárfesti á dögunum í nýjum snjóflóðaýlum. Núna eru þeir komnir í hús og munum við fara yfir notkun þeirra og notagildi í kvöld á inni-/útiæfingu.

Fyrir þá sem vilja vinna heimavinnuna sína:
http://www.mammut.ch/mammut/katalog.asp?view=detail&did=10&dart=3&tid=153490&sid=2
og hér er mjög góð heimasíða um snjóflóðaýla
http://www.beaconreviews.com/transceivers/Specs_BarryvoxPulse.htm

29.01.2008 16:45

Fundurinn í kvöld ofl.

Margt og mikið hefur drifið á daga sveitarinnar frá síðustu færslu. Við ætlum okkur að verða duglegri að kynna starfið og birta myndir hér á vefnum í framtíðinni.

Á fundinum í kvöld munum við fara yfir helstu fjáraflanir sveitarinnar vegna áskorana sem stjórn hafa borist.
Framtíðarhúsnæðismál verða rædd þar sem breytingar á Eyrinni eru í vændum.
Einnig verður stutt myndasýning.

Við hvetjum alla áhugasama félaga að mæta.


Myndin er frá æfingaferð tækjaflokks í Vöðlavík 20.jan s.l. Fleiri myndir í albúmi.

18.12.2007 16:51

FUNDURINN Í KVÖLD

Í kvöld verður stuttur undirbúningsfundur fyrir áramótin. Farið verður yfir verkefnin sem eru á döfinni, en þau helstu eru útdeiling jólatrjáa, flugeldasala, söfnun í brennu, umferðargæsla við brennu, olíuskvettun og flugeldasýning (vona að ég sé ekki að gleyma neinu).

Hvetjum við ALLA til að mæta því nú þurfum við að standa saman og gera þetta vel.

Tækjaflokkur heldur sínu striki í kvöld og verður eitthvað um að vera þar en æfing hjá hundaflokk sem átti að vera í kvöld fellur niður.

Slysókveðja,

Formaður

27.11.2007 11:31

Fundurinn í kvöld 27.11.2007 - Snjóflóð

Í kvöld förum við yfir aðgerðamál, hlutverk hvers og eins í útkalli. Það er um að gera að ræða þessi má meðan menn eru heitir frá útkallsæfingunni í síðustu viku.
Förum yfir snjóflóðamál, snjóflóðaýla og þau námskeið sem framundan eru.

Svo ætlum við að horfa á myndband um snjóflóðabjörgun, "Time is Life"

Dagatal

Sveitin

Nafn:

Björgunarsvetin Gerpir, Norðfirði

Heimilisfang:

Nesgata 4, 740 Norðfirði

Staðsetning:

Norðfjörður

Heimasími:

4771999

Kennitala:

5505790499

Bankanúmer:

1106-26-1499

Tenglar

Flettingar í dag: 28
Gestir í dag: 15
Flettingar í gær: 60
Gestir í gær: 14
Samtals flettingar: 638171
Samtals gestir: 113778
Tölur uppfærðar: 25.9.2017 16:49:12